Bætt í körfu!


Vöru var bætt í körfuna.
Hvað viltu gera núna?

Skoða körfuna Ganga frá kaupum

Halda áfram að versla »

Barking Heads

BH fyrir stóra hunda

80% kjöt - Ekkert kornmeti

Sanabelle kattamatur

Úrval af fallegum vönduðum hunda- og kattarúmum

Canagan Grain Free

Pet Head feldhirða

Julius-K9

Pet Remedy

Sanabelle Sterilized

Veldu
998 ISK
Fjöldi   

Vörulýsing

Þetta fóður hefur lægra orkuinnihald fyrir gelda ketti 12 mánaða og eldri.  Fóðrið er án kornmetis, það er trefjaríkt og inniheldur hátt hlutfall alifuglakjöts.  Það hjálpar við að viðhalda eðlilegri þyngd.  Sanabelle Sterilised er heilfóður sem er samsett til að mæta næringarþörfum geldra katta.  Kettir sem hafa verið geldir hafa tilhneigingu til að þyngjast,  það er vegna þessa að við geldinguna þá hægir á efnaskiptum.  Því miður þá gerist það stundum við geldingu að matarlyst katta eykst og þeir eru lengur að fá magafylli sína.  Sanabelle Sterilised hefur ákjósanlegt orkugildi og hátt hlutfall trefja, sem gefur meiri magafylli.  Bragðgott fóðrið inniheldur lýsi og hörfræ, sem eru rík af Omega-3 og Omega-6 fitusýrum, ásamt lífrænum sinksamböndum og bíótíni, sem styðja við heilbrigði felds og húðar.  Fóðrið inniheldur ekki aukaefni eins og litarefni, bragð- eða lyktarefni, rotvarnarefni, eða soja.  Það er ríkt af virkum innihaldsefnum eins og júkkaseyði, kræklingakjöti, síkoríurótardufti og morgunfrú, ásamt góðum vítamínum og steinefnum.  Þessi hágæða innihaldsefni hafa verið valin vandlega, svo þau henti líka viðkvæmustu köttum, sem njóta árangurs af bragðgóðu, næringarríku og auðmeltanlegu fóðri. 

Bragðgott þurrfóður fyrir gelda ketti
Dregur úr álagi á nýru og hreinsikerfi líkamans
Hjálpar við að viðhalda eðlilegri þyngd
Fullt af fersku fuglakjöti, mjög bragðgott og auðmeltanlegt
Hátt hlutfall næringarefna, hjálpa við að draga úr daglegri matarþörf kattarins, sem léttir álagi á metlingarveg
Glúteinlaust kolvetnin koma úr hrísgrjónum 
Styður við heilbrigði felds og húðar með Omega-3 og Omega-6 fitusýrum, ásamt lífrænum sinksamböndum, hörfræolíu og bíótíni
Júkkaseyði til að draga úr lykt í meltingarvegi og af hægðum
Með "water transit agent" sem hjálpar gegn myndun þvagsteina og annrra nýrnavandamála, með því að hámarka upptöku vatns og losun þess
Náttúruleg andoxunarefni eins og E vítamín ásamt selen, vernda frumur líkams fyrir frjálsum sameindum og hægja á öldrun
Kræklingur ríkur af náttúrulegu kondrótín og glúkósamín sem styður við heilbrigði brjósks og liðamóta
Morgunfrú inniheldur náttúrleg andoxunarefni sem vernda frumur og lútein sem viðheldur góðri meltingu og getur lækkað blóðsykur
Síkoríurót náttúruleg uppspretta inúlíns sem hjálpar við að viðhalda góðri meltingarflóru
Tárín nauðsynlegar amínósýrur sem styrkja ónæmiskerfið  
Engin aukaefni eins og litarefni, bragð- eða lyktarefni, rotvarnarefni, eða soja
Auðmeltanlegt og bragðgott
Hentug kornastærð 9mm


Innihald  Ferskt alifuglaköt (kjúklingur, kalkúnn, önd), kartöflusterkja, kartöflumjöl, alifuglakjötmjöl, kartöfluprótín, vatnsrofi prótín, lifrarmjöl, sellulósatrefjar, rófutrefjar (sykurlausar), hörfræ, baunir (þurrkaðar), lýsi, ger (þurrkað), dýrafita, kólínklóríð, týtuber (þurrkuð), bláber (þurrkuð), kræklingakjöt, síkoríurótarduft, morgunfrú (þurrkuð).
Efnagreining  Prótín 29%, Fita 9.5%, Trefjar 5.5%, Aska 5.8%, Kalk 1.1%, Fosfór 1.05%, Magnesíum 0.08%
Vítamín og steinefni  Vitamin A (17000 IU), vitamin D3 (1500 IU), vitamin E (150mg), taurine (2000mg), copper [as copper (II) sulphate pentahydrate] (10mg), zinc [as zinc oxide] (30mg), zinc [as an amino acid zinc chelate, hydrate] (40mg), iodine [as calcium iodate anhydrous] (2mg), selenium [as sodium selenite] (0.2mg)