Skilmálar

HEIMSENDINGARÞJÓNUSTA:
Höfuðborgarsvæðið – Heimsendingarþjónusta er FRÍ alla virka daga til, Reykjavíkur, Seltjarnarness, Mosfellsbæjar, Garðabæjar, Kópavogs, Hafnarfjarðar og Álftaness.  Vörur eru keyrðar út á milli kl 17:00-22:00. Ef pöntun berst fyrir kl 12:00 er varan send samdægurs, en annars næsta virkan dag.
Til að nýta heimsendingarþjónustu þarf hver pöntun að vera að lágmarki 5.000 kr.   Afsláttarkjör gilda ekki um heimsendar vörur.
Frí sending um allt land með Íslandspósti fyrir pantanir að lágmarki 5.000 kr.   

Eftirfarandi skilmálar gilda við vörukaup hjá DÝRABÆ:

Vörur eru keyrðar FRÍTT heim alla virka daga á höfuðborgasvæðinu sé pöntun að lágmarki 5.000 kr. Keyrt er út á milli kl 17:00-22:00. Berist pöntun fyrir kl 12:00, þá er hún keyrð út samdægurs.
Vörur eru sendar FRÍTT með Íslandspósti um allt land sé pöntun að lágmarki 5.000 kr.  Skilafrestur vöru er 14 dagar, gildir ekki um fóður eða aðrar neysluvörur, hafi umbúðir verið rofnar.
Sé þess óskað þá endurgreiðum við vöruna, að öðrum kosti er boðið uppá inneignarnótu.  Framvísa verður greiðslukvittun frá Dýrabæ svo unnt sé að skila vörum.
Reynt er af fremsta megni að hafa réttar upplýsingar í vefverslun. Ef  pantaðar vörur eru ekki til þá  áskilur DÝRABÆR sér rétt til að hætta við pöntunina að hluta til eða að öllu leyti.

Öryggisskilmálar:
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin.
Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.
Lög og varnarþing:
Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög.  Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjaness.